mánudagur, febrúar 22, 2010

H100

Flestir ættu nú að vera farnir að gera sér grein fyrir því að Telemarkfestivalið er ekki langt undan. Eins kom fram hér þá er búið að redda íbúð og þetta árið verða brotnar hefðir og ekki dvalið í Furulundinum eins og frá upphafi.
Hugmyndir hafa verið um að fara norður á miðvikudagskveldinu 10.marz og græða þar með einn auka skíðadag í Eyjafirðinum. Skemmst er frá því að segja að samingaviðræður milli þess sem þetta ritar og starfsmannafélagsins hafa tekist og er íbúðin kom á leigu frá og með miðvikudeginum. Í ljósi þess þá væri gaman að sjá hverjir hafa hug á því að skella sér norður í húsaþyrpinguna við Oddeyri á miðvikudagskveldinu og þarf fólk ekki að vera feimið við að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan.

Kv
Húsnæðismálastofnun

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!