föstudagur, febrúar 05, 2010

Sundmannakláði



Eitthvað hefur það verið að smyrjast út að uppi séu hugmyndir með að skreppa í laugarferð næstu daga.
Ætli það sé ekki kominn tími að hrista hópinn aðeins saman og reyna að smala í einhverja laugaferð um helgina. Styðst er náttúrulega bara að skella sér í Reykjadalslaug en allt annað má svo sannarlega skoða og endilega látið ljós ykkar skína. Þetta er allt í lausu lofti og vonandi verður bara einhver umræða um þetta hér í skilaboðaskjóðunni að neðan m.a um tímasetningu og þess háttar

Kv
Sunddeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!