mánudagur, febrúar 15, 2010
Pulsupartý
Flesta rekur sjálfsagt minni til hvað stóð til að gera núna laugardaginn fyrir viku eða skella sér í bað. Enda rúmur mánuður liðinn frá jólum og tími til kominn að skolla sig aðeins. Kemur sjálfsagt ekki á óvart að þetta endaði með góðu pulsupartý enfjórir voru viðstaddir og sá Afi um að koma okkur fram og til baka.
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið
Yngri Bróðurinn
Þegar í Reykjadal var komið var þá voru þar tvo tjöld og fullt af fólki en ekki létum við það stoppa okkur heldur aðeins neðar í lækinn og skelltum okkur þar ofaní. Lækurinn var aðeins í kaldara lagi en alveg vel þolanlegur og allir náðu að verða hreinir og fínir fyrir kveldið. Ef einhverjir hafa áhuga má skoða myndir hér
Kv
Sunddeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!