Þrátt fyrir snjóleysi hér sunnan heiða þá hafa spámenn ríksins, jafnvel þess norska líka, spáð fyrir frosti og stillu um helgina. Vissulega kitlar mann að gjöra eitthvað af sér þessa frídaga.
Eyþór Húni hefur boðið undirrituðum með á Vestur Súlu á laugardagsmorgun og er það víst öllum velkomið að koma með. Verð víst að segja að þetta hljómar vel og er það vel inní myndinni að skella sér. Svo má líka að sjálfsögðu gera eitthvað á messudag líka. Hafi fólk einhverjar hugmyndir eða það bara langi að gjöra eitthvað væri fróðlegt og gaman að heyra af slíku hér í skilaboðaskjóðunni að neðan
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!