mánudagur, febrúar 23, 2009

Halló þarna Agureyrish




Jæja góðir hálsar. Nú er betur heldur farið að styttast í skíða-og menningarferð til Agureyrish þetta árið. Treyst er á það að Norðurlandssendiherrarnir séu flest alla daga við rannsóknarstörf upp í fjalli að kanna aðstæður til skíðaiðkunar sem og að kanna birgðastöðu í einokunarverzlunar ríkisins í höfuðstað norðurlands.
Vitað er til þess að Team V.Í.N. hefur stundað grimmar æfingar hér sunnan heiða og ekkert annað en sigur á dagskrá og annað sætið er ekki í boði. Við viljum enga aumingja í okkar lið. Eymingjar geta farið eitthvert annað.
Talandi um Festivalið þá hefur sú hugmynd sprottið fram enn eitt árið að taka þátt í lokahófinu og snæða þar kveldverð á laugardagskveldinu. Kannski ekki svo vitlaus hugmynd núna þegar skóinn kreppir að í kreppunni. Ef snæða á á lokahofinu þá þarf víst að skrá mannskapinn. Þvi væri gaman að sjá hverjir hafa hug á því að skella sér norður og verða líklegast svangir á laugardeginum. Bræðurnir ætla að sjá þá um að koma okkur niður á blað, verði það samþykkt að éta á lokahófinu, og þvi verða þeir að vita fjöldann.
Nú er um að gjöra fyrir fólk að láta ljós sitt skína í athugasemdakerfinu hér að neðan.

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!