þriðjudagur, mars 24, 2009

Að berjast fyrir lífi sínu



Nú um síðustu helgi fóru nokkrir litlir nillar úr FBSR í ferð. Ætlunin var að fara og toppa Ýmir og Ýmu. En ýmislegt fer þó öðruvísi en ætlað er í fyrstu. Líkt í og öllum ferðum með B1 það sem af er þessu ári voru aðeins 2/3 hlutar þremenninga þriggja með í för. En hvað um það. Óhætt er að segja að þessi ferð hafi verið STÓRA reynslan það sem af er vetri. Byrjað á næturrötun sem var þörf upprifjun og tókst öllum að skila sér í skála þó mistímanlega.
Á laugardeginum var svo skundað sem leið lá upp í móti. Skemmst er frá því að segja að ekki hafðist að toppa í þetta skiptið vegna veðurs og snúið frá toppinum þegar 70 metrar voru eftir. Síðan var tjaldað í 1250 mys og fór veður versnandi. Ætla ekkert að hafa nein alltof mörg orð um þetta en allir lifðu nú þetta af og það sem meira er náðu að skila af sér myndum.
Skáldið er með sinn afrakstur hér og hérna má sjá frá Litla Stebbalingnum

Kv
Nýliðarnir síkátu

E.s Myndasýningin að ofan er í boði HelgaR

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!