fimmtudagur, mars 05, 2009
Litli-Greifinn
Eins og sjá má neðar á síðunni voru skiptar skoðanir um það hvort fara ætti á lokahóf eða halda í hefðir og skella sér á Greifann á laugardagskvöldinu á Agureyri. Heldur fleiri sýnist mér spenntir fyrir Greifanum og því nokkuð ljóst að þar verður pantað borð. Þangað hafa boðað sig Haffi, Toggi, Dilla, Snorri, Katý, Oddný, Gústi, Maggi, Elín, Maggi Blö, Vignir, Helga og að lokum ég sjálfur, 13 manns og þar að auki eitthvert ungviði.
Þá er bara spurningin hvað hinir gera, hvort þeir vilji vera með í því partíi eða skella sér á lokahófið. Með öðrum orðum, þeir sem vilja bætast í þennan Greifahóp eru beðnir um að láta í sér heyra svo hægt sé að panta borð sem allra fyrst. Borðið verður pantað á mánudaginn, látið vita fyrir það.
Kv.
Nemdin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!