fimmtudagur, janúar 01, 2009

Árið 2009 er þá gengið í garð



Jæja, gott fólk. Rétt eins og lang flestir hafa nú sjálfsagt gert sér grein fyrir þá er nýja árið ný hafið. Auðvitað ber að óska fólki gleðilegt nýtt ár á þessum tímamótum.
Nú þegar 2009 er nýkomið á eyjuna litlu í norði er málið að koma sér að máli málana. Þá er auðvitað verið að tala um Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2009 sem verður dagana 3-5 júlí n.k. Hefðinni samkvæmt fer á stað skráningarlisti hér á V.Í.N.-síðunni og nú í ár verður engin undatekning á þeirri reglu. Listinn verður svo birtur á miðvikudögum héðan í frá, sem og áður.
Varla á að vera þörf á því að útskýra fyrir lesendum hvernig ber að haga skráningu en það er gjört hér að neðan í skilaboðaskjóðunni. Og munið svo að skráðir fara í pott og einhver heppinn verður svo dregin út. Athygli skal vakin á því að aðeins verður dregið úr óseldum miðum.

Kv
Skráningarsvið skýrzlugerðardeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!