miðvikudagur, maí 31, 2006

Vinsældarlistinn

Þá er senn komið að lokum maímánuðar og eftir að maí lýkur mun maístjarnan ekki skína meir á þessu áru. En hverjum er ekki svo sem drullu, skítsama. Nú framundan er er síðasti mánuðurinn á undan fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og það er það sem eina máli skiptir.
Rétt eins og má sjá hér fyrir neðan, í fréttatilkynningu frá Jarlaskáldinu, þá er lokaundirbúningur kominn á fullt skrið. Enda ekki seinna væna. Þetta fer allt að bresta á og kvenfólk er farið að missa legvatnið af spenningi yfir komu V.Í.N. í Þórsmörkina sem er okkur svo kær og ljúf. Nú skulum við koma okkur að máli málanna á vinsældarlistan sívinsæla og þann sama og allir sem máli vilja skipta velja vera á. Allir eru velkomnir nema hnakkar og Frakkar. Nú eftir að júnímánuður gengur í garð geta menn síður reiknað með að fá stórglæsilega vinnninga því nú verða seldir miðar látnir mæta afgangi þ.e. þeir sem skrá sig hér eftir. Þannig er það nú barasta.
Ýkt óheppin(n)

Fólk sem ætlar að skemmta sér:


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Dr. Phil
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer
Guðrún

Tækin sem koma okkur á staðinn:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Vilhjálmur
Explorer


Þetta er magnað að sjá.

Rétt eins og glöggir lesendur hafa sjálfsagt rekið augun í þarna kominn einn nýr einstaklingur inn. Þess má geta að þetta var eini aðilinn sem svaraði ferðafélagsauglýsingu svæðisstjóra og mætti í atvinnuviðtal og var samþykkt.

Dveljum ekki lengur við það heldur skal nú undirbúingi haldið áfram á fullu, og þá meina ég blindfullu, hvergi skal slegið slökku við.


Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!