þriðjudagur, janúar 27, 2009
Helgin sem var
Það voru nú fleiri á ferðinni um nýliðna helgi en herramennirnir þrír sem nefndir voru á nafn hér í færslunni fyrir neðan. Telst það helst til tíðinda að hellarannsóknadeildin var endurvakin eftir ansi langan þyrnirósasvefn. Verkefnið var heldur ekki af verri endanum en það var sigið ofan í Tintron og síðan júmmað sig upp aftur. Vonandi ágætis, en lítil, æfing fyrir Þríhnjúkahelli einhvern daginn.
Á messudag var svo skíðadeildin fjölmenn í Bláfjöllum þar sem við lítum á Eyjafjallajökull og sáum blíðuna sem drengirnir fengu á göngu sinni.
Hafi fólk nennu til og hafi ekki enn skoðað þá eru til myndir frá þessu öllu saman.
Hér má sjá Tintronför og frá Bláfjöllum hérna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!