sunnudagur, janúar 04, 2009

Fyrstu myndir ársins



Eins og kom fram fyrir helgi var ætlunin að halda í smá göngu í gær. Það kom upp að halda á Baulu og þar sem flestir áttu það fjall eftir var ákveðið var að skella sér.
6 einstaklingar voru svo samankomin við Lélegt á Vesturlandsvegi á heldur ókristnilegum tíma á laugardagsmorgni. En þetta voru:

Stebbi Twist
Krunka
Jarlaskáldið
Jökla-Jolli
VJ
HelgaT

Þessir kumpanar heldu sem leið lá upp í uppsveitir Borgarfjarðarsýslu með það fyrir augunum að sigra hólinn. Skemmst er frá því að segja að allir toppuðu þrátt fyrir stórgrýti, bleytu og klaka. Ekki var farið hratt yfir hvorki upp né niður. En tilgangnum var náð því allir skiluðu þér upp og síðan niður aftur. Það var síðan komið við í sundi í Borgarnesi. Þar bætist við góður gestur, en Auður hitti okkur í sundi. Pottalegan og rennibrautirnar voru aldeilis prýðilegar í rigningunni.
Auðvitað var myndvél með í för og nenni fólk að skoða þá má nálgast afraksturinn hérna.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!