mánudagur, janúar 19, 2009
Úti í veðri og vind
Þá er nillaprógramið hjá Flubbunum hafið á nú á vorönn. Það var farið nú í fyrstu ferð síðustu helgi. Í þetta skiptið voru eldri nýliðar með oss í för.
Að vanda á átti V.Í.N. sína fulltrúa þar. Að vísu var bara 2/3 hluti af þremenningunum þremur á svæðinu. En hvað um það.
Byrjað var á að skunda frá Botnsdal og upp að Botnsá uns fannst ágætis tjaldstæði. Tjöldun gekk vel þrátt fyrir að ein súla hafi látið lífið þar,. en síðan um nóttina fór aðeins að hvessa. Það kostaði smá björgunaraðgerðir um miðja nótt en það var bara gaman að því. Reyndar vegna veðurs var ekki mikið um svefn þessa nótt en ekki nóg til að drepa mann.
Á laugardegi var gengið af stað og varla að maður hafði undan að taka við nýjum upplýsingum um hvert ætti að fara svo ört skiptu menn um skoðun með ferðaáætlunina. En að lokum var hætt við Skjaldbreiður og í staðinn rölt á Kvígindisfell. Því var enn einu fjallinu bætt í safnið úr bókinni svo ekki kvartar maður. Eftir fellið var gengið á náttstað við Sandkluftavatn. Því líka stjörnusýn sem við fengum um kvöldið. Varla að maður hafi séð annað eins. Eftir ljúfan kveldverð var skriðið ofan í poka og maður sofnaði um kl:22:00 og svaf eins og ungabarn alveg til 08:30 á sunnudagsmorgni.
Svo var rölt sem leið lá niður á Þingvelli með smá úturdúr og æfingu í tjöldun/aftjöldun með hitun á 1 liter af vatni á tíma og koma sér síðan ofan í poka. Tekin var síðan umferð nr:2. Gaman að þessu. Komið var í borgina svo um það leyti sem borgarbúar voru að taka sitt síðdegiskaffi.
Varla telst það til tíðinda að myndavél var með í för og má skoða myndir úr túrnum hér.
Kv
Nýliðar dauðans
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!