þriðjudagur, nóvember 07, 2006

LGB

Svona rétt eins og landsins lýð ætti að vera ljóst er okkar árlegi hátíðarkvöldverðarsumarbústaðaferð á næsta leyti eða bara eftir 10.daga.
Sjálfsagt liggja vel flestir með hausinn á kafi ofan í Kökubók Hagkaups, Grillbók Gunnars, Anarchist Cookbook og öðrum slíkum kokkabókum, og er það vel.

Það er samt annað mál sem ferðanemdin er að spá með en það er hvað gjöra skal til afþreyingar á laugardeginum, svona fyrir utan þetta augljósa, sem er auðvitað að lauga sig og sína á laugardegi í Laugardalnum. En hvað um um það.
Hvað skal gjöra? Já, það er stóra smurningin sem svarið vantar við.
Á bara að skella sér til Hnakkaville og góna á fótbolta? Líkt og gert var árið sem sumir voru nefbrotnir. Enga Ölvunarborgir þetta árið, takk fyrir.
Eða skella sér í smá jeppó rétt eins og árið sem sumir vígðu nýja bíllinn sinn með að bleyta aðeins felgurnar.
Skoða náttúrufyrirbæri eins og var gert í matarveizlunni þar sem boðið var upp á gæsina góðu.
Ellegar skal halda til jökla sem gert var síðasta ár.
Rétt eins og komið var að hér áðan er svo möguleiki að fara í laug á laugardegi og þá kemur þessi til greina. Rétt eins og hugmyndir voru uppi um fyrr á þessu ári
Svo má líka nota daginn til að rækta líkama og sál með því skunda upp einhvern hól í nágrenninu

Nú er bara um að gera fyrir fólk að leggja höfuð í bleyti, en auðitað án þess að bleyta hárið að sjálfsögðu, og reyna finna eitthvað snigðugt og skemmtilegt til að gjöra.
Engin hugmynd er svo slæm að ekki megi ræða hana.

Kv
Ferðanemd

E.s. í óspurðum fréttum er það hélst að Blöndudalurinn sé búinn að útvega annað bústað í Miðhúsaskógi. Sá á víst að vera svefnstaður fyrir þá sem vilja fara snemma að sofa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!