Göngudeildin hélt í byrjun vikunnar ólöglegan samráðsfund þar sem ákveðið var að fara, núna um helgina, á einn hóll í nágrenni borgarinnar. Þrátt fyrir að Stóri Stúfur hafi verið fastur í rúminu í lok vikunnnar var ákveðið á framhaldsfundi að kvika hvergi frá fyrri áformum.
Stefnan er svo að fara á sunnudaginn á fell eitt í Mosfellssveitinni sem nefnist Grímannsfell. Svona fyrir þá sem sem vilja kynna sér fellið betur eru nánari upplýsingar á bls 74 í 151 tindur íslensk fjöll.
Farið verður eftir hádegi á sunnudaginn og eru allir velkomnir með. Nánari tímasetning á brottför kemur seinna
Kv
Göngudeildin smáfjallasvið
(Uppfært 25.nóv)
Þá er kominn tímasetning á heilzuræktina. Ætlunin er fara af stað á bilinu 13:00-13:30 eða bara strax eftir hádegismessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!