fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Er ekki bara stemning fyrir því???

Já, já, já ég veit. Þetta er alveg skelfileg klísja en Litli Stebbalingurinn notaði hana nú samt. Örlítið skárra en ,,eru ekki allir í stuði´´, sem er bara töff sem bókaheiti. En hvað um það þarna hefur undirritaður notað tvær að ofnotuðustu setningum þessa máls og það á degi íslenskrar tungu. Mæli frekar að á þessum degi sé skálað fyrir góðri fyllibyttu sem Hallgrímsson, Jónas var. Afsakið, en þarna missti sagnaritarinn sig aðeins út einhverja vitleysu sem kemur efni þessa fátæka pistils ekki vitund við.

Rétt eins og landsins lýð ætti að vera ljóst verður matarveizlan mikla haldin um komandi helgi. Þetta er einn af föstum liðum sem V.Í.N. heldur árlega ár hvert.
Svona ef fólki leiðist í vinnunni á morgun, nú eða í dag. Kannski ef sumir hafa ekkert að gjöra í kveld þá ætti fólk að geta stytt sér aldur með að rifja upp fyrri matarveizlum á stafrænu formi.

Hér er sú fyrsta
Þetta er árið eftir hinar skelfilegu Ölvunarborgir
Þetta er sama ár og hér að ofan, en á þeim tímum er Lilli fór á fjöll.
Og að lokum hér er svo síðasta ár.

Vona að hafsjór minninga hafa náð að flæða við að sjá þessar myndir.
Þeir sem ekki koma eða hafa aldrei farið sjá hverju þeir missa af. Hinir, sem eru að fara, fái bara vatn í munninn.

Góðar stundir
Manneldisráð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!