miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Af fjöllum og fötum

Göngudeildin stefnir á að halda upp á hóll á morgun, fimmtudag 30 nóv, stefnan er að fara eftir vinnu eða ca 16:30. Ætlunin er að þessu sinni að skunda upp á Reykjafell og þar með að halda sig á litlu hólunum áfram. Sem fyrr eru allir velkomnir með.

Svo er það hitt mál málanna.
Snorri hinn aldni pe..., nei við skulum bara hafa það Snorri hinn aldni. Sá kappi hafði verið á einhverju spjalli við Brabrasoninn og eitthvað varð þeim tíðrætt um nýjan fatnað á V.Í.N. Var Snorri svo kappsamur og umhuga um þetta mál að hann vill endilega bjóða fólki heim til sín komandi mánudag þ.e. 4.des n.k kl:20:00 till þess að ræða þessi mál og viðra sínar hugmyndir varðandi þetta.

Fleira var það ekki

Kv
Göngudeildin að hafðu samráði við Tízkuráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!