föstudagur, nóvember 24, 2006

Fréttir af fjöllum

Maggi Brabra var, rétt í þessu, að hafa samband við fréttadeildina. En hann er í jeppó með Flubbunum ásamt Reykjavíkurskátunum á fjórum Patrolum. Voru þeir á leiðinni í Veiðivötn í fyrstu lotu.
Þegar fréttaritari hafði samband við fréttavaktina voru þeir að koma að Vatnsfelli. Veður var gott og skyggni ágætt. Minna fór samt fyrir snjónum en vegur var orðinn hvítur með ca 1mm þykku snjólagi. Á leiðinni var víst hálkublettir á víð og dreif. Skil ekki afhveju ekki var hægt að safna þeim saman og hafa þá alla á sama stað. En það er nú annað mál.

Þetta voru fréttir af fjöllum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!