Næsta helgi skal nýtt til útiveru. En hvurt er spurt. Mig langar að kasta fram hugmynd sem er eitthvað á þessa leið:
Fara Emstruleið inn í Hvanngil á föstudagskveldi og gista þar. Á laugardegi er farið inn í Landmannalaugar með viðkomu í íshellunum í Hrafntinnuskeri. Sunnudegi skal varið í heimferð með viðkomu í Hrunalaug ef við rötum!
Gaman væri að fá álit landsmanna á því hvað skal gjöra og hvet ég alla til að nota skilaboðaskjóðuna hér að neðan til að segja sitt álit.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!