laugardagur, nóvember 25, 2006
Fréttir af fjöllum II
Maggi Móses hafði aftur samband við fréttavaktina nú í dag um kl:14:00.
Þá voru þeir staddir undir Loðmundi við Tjéllingafjöll á leið á Hveravelli úr Setrinu. Þar fundu þeir loks snjó, ef snjó skal kalla því þeir líktu þessu við flórsykur. Skv öðrum fréttum á víst Kjalvegur að vera svo gott sem auður.
Þrátt fyrir 19.stiga frost í Veiðivötnum fór lítið fyrir því hvíta. Það hlýtur að hafa verið hressandi að vera í Veiðivatnaskálanum í 19.stiga gaddi. Hvað um það.
Þeir bíðu spikspenntir eftir að komast á Hveravelli og elda þar læri, skola því niður með pilsner. Allt í glimrandi gleði hjá björgunarsveitarhermönnunum.
Kv
Fréttadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!