þriðjudagur, júní 16, 2015

Í mörkinni hennar Heiðu



Það var einn miðvikudag í lok maí sem blásið var til Heiðmerkurferðar á hjólheztum í liðnum æfing fyrir Bláalónsþrautina.
Þarna var á ferðinni annars ágætlega vel mannaður hópur, reyndar eins og er oftast vaninn þegar V.Í.N. er á ferðinni annars vegar. En við Helluvatn söfnuðust eftirfarandi saman:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Magnús frá Þverbrekku á Scott
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy
Maggi á móti á Merida One Twenty eða One Sixty
Virgill á Merida One Twenty
Bergmann á Merida One Twenty eða One Sixty
Danni Litli á Scott Scale 
Vinnufélagi Danna Litla á Specialized Stumpjumper

Við tókum reyndar ,,bara" stutta hringinn með smá viðkomu í Lubba en samt ekki. Amk einhverjum parti af honum. En allavega var þetta fjári gaman. Bara rétt eins og þegar maður fer svo sem út að hjóla.

Áhugasamir mega og geta skoðað myndir frá kveldinu hjer

Kv
Hjóladeildin

3 ummæli:

  1. Hvar sé ég forsíðu mynd þessara greinar?

    Kveðja Maggi

    SvaraEyða
  2. Hvar sé ég forsíðu mynd þessara greinar?

    Kveðja Maggi

    SvaraEyða
  3. Hvergi held ég. Hjólið er ekki í fókus svo ég setti hana ekki á pbase hjá mér. En það er ekkert mál að senda yður mynda sé vilji til þess

    SvaraEyða

Talið!