mánudagur, júní 29, 2015
Árshátíðarbað
Nú er runninn upp síðasta vikan fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Sú hefð hefur skapst á síðustu árum að fólk skelli sér í Reykjadal og taki þar sitt árshátíðarbað. Jú allir þurfa að vera fínir og nýbaðaðir þegar helgargleðin tekur öll völd. Reyndar hefur allra síðustu ár ferðamátinn breyst en fyrst var eingöngu treyst á tvö jafnljóta en nú upp á síðkastið hafa menn skellt hjólhezt undirklofið á sér og stígið á sveif.
Það vill einmitt svo skemmtilega til að nú komandi miðvikudag er ætlunin að fjölmenna í bað í Reykjadal og nefnilega hjóla. Stefnan er að leggja í´ann kl:2000 á miðvikudag og hittast bara í Hólmvaðinu eða á Gasstöðinni. Síðan verður farið á bílum að Ölkelduháls og amk ein sjálfrennireið geymd í Verahvergi. Að sjálfsögðu er allir velkomnir með sem áhuga og líka þá fótgangandi
Kv
Hjóladeildin í samvinnu við undirbúnings-og eftirlitsnemd
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!