þriðjudagur, júní 30, 2015

Bláalónsþrautin



Nú einn dag í aprílmánuði kom Bergmann með þá hugmynd á fjesbókarsíðu V.Í.N. hvort það væri ekki upplagt að V.Í.N. kæmi með lið í Bláalónsþrautina í ár. Viðbrögðin ljetu ekki á sjer standa og þegar uppi var staðið voru komin tvo 5 manna lið undir merkjum V.Í.N. Það er vel og eigum við skilið hrós fyrir það og klapp á bakið. Svo var ekki nóg með það heldur komu tveir nýjir gildir limir svo síðar inn sem voru á biðlista en að vísu datt Björninn út svo þetta endaði með því að 11 sálir úr V.Í.N. mættu á ráspól á keppnisdag. Ansi gott það.

Þarna voru á ferðinni:

Team V.Í.N. 1

Bergmann á Merida Big nine 500
VJ á Merida One Twenty 700
Magnús frá Þverbrekki á Scott Yecora
Eldri Bróðirinn á Wheeler Pro69
Kruna á Cube Nature


Team V.Í.N. 2

Jarlaskáldið á Mongoose Tyax
Yngri Bróðirinn á Gary Fisher Big Sur
Maggi Móses á Gary Fisher Cobia
Björninn sem var svo skipt út fyrir Áslaugu á Trek GF Marlin
Stebbi Twist á Cube LTD SL

Síðan var það einn sem var svona örlítið útangáttar og ekki skráður í neitt lið en var samt með oss og keppti sem V.Í.N.-verji eða hann

Viktor á Cube Aim SL 29

Ekki má svo gleyma Brekku-Billa sem sá um Litla Kóreustrákinn. Fær hann hinar beztu þakkir fyrir sem bílstjóri kveldsins


Óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið gott framtak hjá Bergmann að plata oss í þessa vitleysu. Þetta var gott hópefli fyrir keppni og ekki veitti af. Svo kom kauði líka með keppnistreyjur, eða bara liðstreyjur sem eru ekkert annað en hjólapeysa með nafni og V.Í.N.-logói. En er náttúrulega bara snilld þar sem við þurfum jú að vera sýnileg. Að auki voru alls konar skipulagning sem fór í gang eins og t.d að koma öllum frá Bláalóninu og með samstilltu átaki tókst þessi skipulagning óaðfinnanlega rétt eins og von er þegar V.Í.N.-verjar taka höndum saman

Fyrir ræsingu héldum vjer oss við Merida tjaldið þar sem við fengum svona loka tuning fyrir keppni og er oss stilltum upp fyrir hópmyndatöku í liðstreyjunum með fánann á lofti er óhætt að segja að við höfum fengið þó nokkra athygli og hefur liðsmynd birst víðsvegar á lýðnetinu sem er auðvitað hið beztasta mál. Allir voru þarna í sólskinskapi enda skein sól í heiði og kannski bara fyrsti sumardagurinn þetta haustið. En hvað um það.

Síðan var hjólað í rólegheitum frá Ásvallalaug að startinu við hesthúsin á Kaldárselsvegi. Eftir það var hjólað sem leið lá um Djúpavatnsleið að Bláalóninu og hjóluðu allir V.Í.N.-verjar á síðum hraða. Ekkert er ætlunin hjer að nefna einhverja tíma en óhætt er að fullyrða að allir koma illa sáttir í mark flestir vel á undan sínum markmiðum enda kjör aðstæður og allir í sínu fyrsta móti. En að öllum öðrum ólöstuðum þá held ég að Áslaug sé nagli hópsins en hún tók góða byltu á leiðinni og fékk gott sár á annan handlegginn en auðvitað lét hún það ekkert á sig fá og kláraði þrautina.

Það voru svo þreyttir en sáttir og ánægðir V.Í.N.verjar sem skunduðu í bjór og bað í Bláalónið, enda ódýrrara að taka þátt en fara staka ferð í lónið, Frábær dagur í snilldar félagsskap og svo næzta ár þá fyllir V.Í.N.amk þrjú keppnislið.

Myndavélin var með og má sjá myndir frá undirbúning og því við Ásvallalaug hjer


Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!