sunnudagur, júní 14, 2015
Fellið hanz Úlla
Nú einn dag í maí smalaði Bergmann oss saman til hittings í Úlfarárdalshverfi þar sem safnast saman var hjá Guðmundi nokkrum Arnari og voru allir vopnaðir fjallahjólum þar sem ætlunin var að skottast upp á Úlfarsfell og síðan niður aftur en þarna voru á ferðinni:
Stebbi Twist á Merida
Bergmann á Merida
Eldri Bróðirinn á Merida
Matti Skratti á Specialized
Bubbi flubbi á Specialized Fat Boy
Sigurgeir Gunnars á Giant
G.Arnar á Trek Fuel
Heimamaðurinn leiddi oss upp og niður sitt heimafjall, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar. Það er alveg óhætt að segja það að þessar leiðir sem við fórum niður voru hver annari skemmtilegri og án efa á maður eftir að kíkja þarna upp aftur áður en of langt um líður. Þetta var alla vega massa gaman og ekki skemmdi svo fyrir að enda hjólatúrinn á pönnukökum og kaffi hjá geztgjafanu G.Arnari.
En til að gjöra langa sögu stuttu þá má skoða myndir frá messudeginum hjer og já meðan ég man þá sprengdi Bergmann
Kv
Hjólheztadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!