þriðjudagur, júní 23, 2015

á jaðri þess að vera...



Laugardaginn fyrir eða bara einfaldlega sléttri viku fyrir Bláalónsþrautina þá var ákveðið að skella sér í Jaðarinn og taka svo Aprés í skúrnum hjá Bergmann.
Það voru æði mörg hjól sem hittumst hjá Bergmann þarna á laugardeginum og sjálfsagt einhverjar kúlur þar á ferðinni annaðhvort ofan á eða aftan á sjálfrennireiðunum. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Merida 7.800 One Twenty
Eldri Bróðirinn á Merida 7.800 One Twenty
VJ á Merida 7.800 One-Twenty
Yngri Bróðinn á Wheeler Pro69 eða á hjólhezti Eldri Bróðirsins
Viktor á Cube Aim 29

Litli Kóreustrákurinn um að ferja oss uppeftir

Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon 29
Brekku-Billi á Merida 7.800 One-Twenty

Og sá Óli sundnörd um að skutla kauðunum uppeftir á Afa

Bergmann á Merida One Sixty 7.900
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy

Var það svo Silfurrefurinn sem kom þeim uppeftir


Við byrjuðum bara að hjóla fljótlega eftir að fákar voru komnir af sjálfrennireiðum og ekki leið á löngu uns vjer komum að fyrsta skaflinum af nokkrum. Rétt eins og fleztir ættu að vera vissir um þá er ennþá ótrúlega mikið af hvíta gullinu hjer og þar.
Þetta gekk bara vel hjá oss og allir höfðu gaman að nema hvað fleztir bölvuðu Bubba í sand og ösku fyrir hvað hann komst auðveldlega yfir flesta skafla á leiðinni. En óhætt er að fullyrða að Jaðarinn var skemmtilegri nú en í fyrra enda talsvert búið að hjóla á honum síðan þá. En alla vega eftir að niður á láglendið var komið rúlluðum vjer í Lubbann og höfðum gaman af, sjerstaklega að horfa á Eldri Bróðirinn fara á stökkpallana. En við skiptum svo liði Fjórir fóru til að sækja bílana og einn fór heim til sín til að undirbúa Aprés í skúrnum hjá sér. En þar enduðum vjer annars frábært hjólakveld og hjólaði svo hver og einn til síns heima

En það má skoða myndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!