föstudagur, júní 19, 2015

Hvalur á eyrinni var gamall skútukall



Strangar æfingar fyrir Bláalónsþrautina heldu áfram og enginn afsláttur gefin af því. Þetta miðvikudagskveldið var hist í Garðabæ sem er betur þekktur sem partýbærinn sem aldrei sefur og þaðan var haldið að Hvaleyrarvatni með stuttri viðkomu í Heiðmörk.
En þarna voru á ferðinni:

Magnús frá Þverbrekku á Scott sem jafnframt var gestgafi oss

Eins og áður kom fram hjer að ofan í leiðarlýsingu þá hjóluðum vjer í kringum Hvaleyrarvatn. Kannski þær leiðir sem vjer völdum þar voru ekki alltaf hentugustu hjólaleiðirnar en góðar og skemmtilegar engu að síður. Svo til að gjöra þetta skemmtilegra þá leituðum vjer að vísbendingum að peningum í skjalatösku sem áttu víst að vera þarna einhversstaðar nærri en urðum ei neins vísari. Á bakaleiðinni hjólum vjer upp á Ásfjall þar sem Litla Stebbalingnum tókst að punktera en því hvar kippt í lag fjótt og örugglega. Síðan komum vjer aftur niður beint í hezthúsahverfið ofan Kaldárselsveg. Er komið var aftur í bláa bæinn þurfti aðeins að huga að meiðzlum hjá Eldri Bróðirnum ásamt því að skola niður eins og einni dós af recovery drykk af guðaveigum.

Annars meiga áhugasamir sem og áhugalausir skoða myndir frá kveldinu hjer 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!