föstudagur, júní 12, 2015

Djúpt vatn



Fyrir einhverju síðan bauð Jarlaskáldið okkur V.Í.N.-ar drengjunum heim til sín í grill og bjór. En áður en til þess kom var ákveðið að gjöra eitthvað af sér um daginn. Lending var sú að taka hjólaæfingu og hjólheztast Djúpavatnsleið og síðan meðfram Kleifarvatni á bakaleiðinni. En þeir sem mættu í hjólin voru:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Eldri Bróðirinn á Wheeler Pro69
Maggi á móti á Gary Fisher Cobia 29
Bergmann á Merida Big Nine 500
Jarlaskáldið á Mongoose Tyax
Jökla-Jolli á Cube LTD

Held að söguritari sé ekki að gleyma neinum

Það var hist hjá Skáldinu í Lækjarsmára og haldið þaðan inn á Djúpavatnsveg sáu Silfurrefurinn og sendó frá Gunna um að koma mannskap og hjólum á upphafspunkt.
Það var lagt í´ann rétt eftir afleggjarann inn á Djúpavatnsveg og hjólað sem leið lá að Vigdísarvöllum. Það verður barasta að segjast að þetta er hin prýðilegasta leið að hjóla. Ef ferðin gekk ágætlega fyrir sig enda var félagsskapurinn sérdeilis aldeilis prýðilegur. Við komum svo að gatnamótunu að suðurstrandarveg og beygðum þar til vinstri. Við tók grófasti parturinn en svo komum við inn á malbikið við Krísuvík þá var nú betur heldur sprett úr spori. Ekki gekk nú ferðin alveg áfallalaust fyrir sig en Eldri Bróðirinn sleit keðju skömmu áður en komið var aftur að bílunum. En þess má til gamans geta að gömlu kallarnir þ.e 76 árgangurinn komu fyrstir að bílunum og dró þar Jökla-Jolli bjór úr bakpoka sínum. En flestir nema bílstjórar skáluðu svo í öli áður en haldið var í sund í Salalaug. Eftir sundið beið svo oss grill og bjór en látum það liggja milli hluta,

En fyrir þá sem hafa áhuga má skoða myndir hjer

Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!