fimmtudagur, september 04, 2003

Helgina 3-5.okt. n.k. fer V.Í.N. í sína árlega Grand Buffet ferð. Skv. öruggum heimildum þá verður veislan mikla haldin í bústað einum við Flúðir. Þarna finnst jeppadeildinni kjörið tækifæri að blása til jeppaferðar þessa helgina með Fluðir sem ,,basecamp´´.

Tillagan er að koma á Flúðir á föstudagskvöldina með að fara Hlöðuvallaleið þ.e. frá Kaldadal og koma niður á Haukadalsheiði. Koma niður á þjóðveg við Geysi eða Gullfoss, ef við verðum í stuði. Aka svo bara þjóðveginn í gegnnum Brúarhlöð á Flúðir og allir í góðu flippi. Svo á laugardeginum er upplagt að skella sér í dagsferð. Þá hafði jeppadeildin hugsað sér að fara s.k. Tangaleið sem liggur frá Gullfossi að austanverðu að Sultartanga eða Hólaskógi. Að vísu myndum við beygja útaf Tangaleið við Ísahryggi og gefa stefnuljós til hægri niður á Skáldabúðaheiði og keyra hana niður uns komið er í nýlenduvöruverzluna í Árnesi, þar er nákvæmlega upplagt að verzla sér þær nýlenduvörur sem gleymdust en eru nauðsynlegar fyrir Grand Buffet. Á sunnudeginum verður líklegast ástand manna þanning að best er að aka malbikaðan þjóðveginn heim.

Jeppadeildin hér með auglýsir eftir jeppum til að koma með, því ef allir sem tekið hafa þátt í skoðanakönnunni koma er ekki mikið pláss. Það reddast.

Góðar stundir
Jeppadeild

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!