þriðjudagur, október 14, 2003

Fjarítalska 2
Held að eftir ferðina til Ítalíu í fyrra muni allir eftir því hvernig panta skuli stóran bjór, það var jú nánast það eina sem við lærðum í ítölsku í fyrra. Fyrir þá sem ekki voru á Ítalíu síðasta vetur þá er "Uno birra grande, per favore" einföld aðferð við að panta sér stóran bjór.
Fleira markvert lærðum við á Ítalíu í fyrra t.d. ef einhver sem merktur er "polizia" stöðvar mann við skíðalyfturnar og segir "Mi fa vedere il passaporto, per favore" þá má búast við því að lögreglan sé að stöðva þig fyrir of hraða skíðun og vilji fá að sjá vegabréfið þitt. Best er þá að svara með því að segjast ekki skilja: "non capisco" og spyrja svo í kjölfarið hvort viðkomandi tali ensku: "parla inglese?" (leggja þetta á minnið Viffi!). Þannig er líklegast að menn sleppi tiltölulega vandræðalaust frá skíðalöggunni á Ítalíu.
Meira um fjarítölsku síðar, lifið heil.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!