mánudagur, október 20, 2003

Eins og alþjóð veit þá brá V.Í.N. sér í bústað 3-5.okt. s.l. til að halda sitt árlega Grand buffet. Jeppadeildin hafði í tilefni þess skipulagt hringferð ætluð fjórhjóladrifsökutækjum. Eitthvað var öræfaótti að gera vart við sig svo að það fór frekar fámennur hópur úr bænum á föstudeginum og samanstóð hann af undirritðuðum Stebba Twist, hinum nýbakaða jeppaeiganda Arnóri og vorum við á nýjasta jeppanum í hópnum Suzuki Sidekick í eigu Jarlaskálsins og svo voru það Maggi Brabra og Elín spússa hans á Toyota X-Cap þeirra hjónaleysingja. Heldur var ferðin á Flúðir frekar stórtíðindalaus þrátt fyrir tilraunir okkar með að finna eitthvað jeppó á Lyngdalsheiði. Þegar við komum á Flúðir þá höfðum við ekki hugmynd hvar bústaðurinn væri og ekkert annað að gera í stöðunni nema spyrja til vegar. Það eina sem við vinnum hvar var er pöbbinn Útlaginn. Hvernig skyldi standa á því? Eftir að hafa fengið leiðbeiningar tókst okkur að finna náttstað okkar svona sæmilegaþrautalaust. Þar sem þetta er ferða-og jeppasaga þá ætla ég ekkert að fara lýsingar á föstudagskvöldinu enda hefur Jarlaskáldið þegar gert það.

Vaknað var og risið úr rekkju alltof snemma á laugardagsmorgni 04.10 og farið að gera klárt fyrir brottför. Þegar fólk hafði lokið við morgunbænir, morgunmat og Mullersæfingar var ekkert að annað að gera í stöðunni nema fjósa að stað. Leið okkar lá núna í Gjúpverjahrepp og framhjá nýlenduvöruverzlunni í Árnesi þar sem við tókum vinstribeygju og ókum veg einn uns við komum að bænum Skáldabúðum og fórum þar inn á slóða sem liggur upp á Skáldabúðaheiði. Þarna lá yfir öllu eitthvað sem maður þekkir bara að afspurn og kallast víst snjór. Þótti þessi skán þó í minna lagi í alla staði og er víst nú horfin með öllu. Slóði þessi er sæmilegur uns komið er að skálanum Hallarmúla, þó útsýnið sé alltaf í alla staði nokkuð gott. Hallarmúli er nokkuð snyrtilegur skáli þar sem klósettið vakti eina mesta athygli okkar og sér í lagi þar sem maður þarf ekki að bregða sér út til að gera þarfir sínar. Nokkuð gott sem fleiri skálar mættu taka sér til fyrirmyndar. Þó það verði reyndar toppað seint þessi snilld ,,Snúið sveifinni til hægri og gerið það sem þarf að gera". Nóg um það. Eftir Hallarmúlla fór aðeins að hægast á okkur þó enginn Stóri Sandur. Þegar við vorum svo mætt á Tangaleið vorum við það tímanlega í því að við ákvöðum að aka leiðina til ve(r)stur. Ekki leið á löngu un við þurftum að fara yfir fyrstu ána og var það engin fyrirstaða þrátt fyrir að vera Stóra, ekki litla heldur Stóra Laxá, svo þurftum við að fara aftur yfir sömu á og svo loks í þriðja skiptið var farið yfir Stóru Laxá. Þá mætum við hersingu af slyddujeppum og varð okkur svo um og ó að það var ekkert annað að gera í stöðunni nema renna við í Helgaskála og fá sér í gogginn. Hádegismaturinn okkar þennan daginn var Peking önd með appelsínu sósu. Eftir þetta gerðist fátt markvert nema hvað drullan á veginum varð meiri og fákarnir skítugir eftir því, en um leið sönnun að þeir voru notaðir þennan daginn. Við komum svo aftur á Flúðir um kaffileytið og komum við í nýlenduvöruverzlunni og fengum okkir ís í tilefni dagsins eftir að sumir höfði skolað að sjálfrennireið sinni. Svo var haldið í bústaðinn og afgangurinn er segin saga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!