þriðjudagur, júní 24, 2003

Nú um síðustu helgi fór V.Í.N. í sína árlegu Jónsmessugöngu yfir Fimmvörðuháls. Rétt eins og glöggir lesendur vissu sjálfsagt. Með þar í för var að sjálfsögðu sjálfskipuð miðstjórn stemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgaríjúlíárshátí-ðarþórsmerkurferðar. Aðaltilgangur hennar var að athuga hvort gönguleiðin væri fær fyrir þá sem eru og verða svo vitlausir að ætla að ganga til gleðinnar 4.júlí n.k. Nóg um það.

Ferðin hófst óformlega á fimmtudaginum með því að 5. ungir og hraustir karlmenn fóru inneftir í Bása með einn bíl til að skilja eftir og með farangur leiðangursmanna. Eftir að hafa verið plantað niður á svæði 27 og tjaldað nokkrum tjöldum var fjósað í bæinn og þangað komið um 01:00 eftir miðnætti.

Á föstudeginum þá safnast saman hjá Vigni og voru allir mættir á tíma nema Maggi Blö og þeir sem voru með honum í bíl. Var hann skilinn eftir og sagt að hitta okkur á Hvolsvelli. Eftir pulsu og með því á Hlíðarenda var farið á næsta stopp sem var Stóra Mörk þar sem Rollan hans Magga var skilin eftir og hinum troðið í tvo bíla að Skógum. Loks komum við að Skógum og gátum lagt í´ann. Um 22:30 arkaði loks 18 manna hópur V.Í.N. af stað í sína árlegu Jónsmessugöngu. Það myndi gera fólk geðveikt ef maður myndi telja alla upp. Þó verður það að teljast til tíðinda hve gott hlutfall var að hreingerningaliði með okkur eða 5.stk. Strax eftir fyrstu brekku náðum við hóp 2 frá Útivist og vorum við fljótir að fara framúr og pössuðum upp á sá hópur myndi ekki ná okkur það sem eftir væri ferðarinnar og var það ekki mikið mál. Eitthvað tognaði nú á hópnum okkar en þó var engin skilin eftir. Gangan gekk svona þokkalega og eitthvað þurfti fólk að teipa á sér lappirnar missnemma þó. Ekki tók þoka á moti okkur þegar við fórum yfir göngubrúna yfir Skógá heldur var fínasta veður og gott skyggni. Eftir þetta tók leiðinlegasti kaflinn við eða frá brú að neðri skála. Það hefði ekki einu sinni verið gaman að keyra þetta svo vorndur er vegurinn. Fólk fór svo að tínast að neðri skála og var þar stoppað til að snæða nesti. Þó voru tveir leiðangurmanna nokkuð fúlir er þangað var komið. Eftir snæðing og skriftir í gestabók var ekkert annað gera nema drífa sig af stað enda var hópur 1 frá Útivist að byrja að arka frá efri skála og ekki nenntuð við að vera fyrir aftan hann þegar halla væri farið niður í móti. Fljótlega náðum við síðustu mönnum og fórum að draga á hinna. Það varð okkur svo til happs að fyrir ofan Bröttufönn fór hópurinn á einhvern útsýnisstað þannig að allir í okkar hóp komust framúr. Engin var fyrir okkur þegar að Heljarkambi var komið. Allir sluppu þar yfir. Við vorum svo fyrir þegar á Kattahryggina var komið enda þurftum við að drekka Kattarhryggjabjórinn þar við mismikla kátínu annara. Hverjum er svo sem ekki sama. Þarna á niðurleiðinni fóru menn að finna fyrir hjánum þó ekkert til að kvarta yfir en samt. Við vorum svo komin niður um 06:00 eftir 7klst27min45sek göngu yfir Fimmvörðuháls. Allir komust yfir og svona þokkalega heilir á sál og líkama. Fólk dreif sig nú í sturtu enda var engin biðröðin nema við og skoluðu niður nokkrum bjórum.

Fólk reis missnemma úr koju á lagardaginn í fínu veðri. Milli 13:00 og 14:00 fór svo hópur fimm karlmanna að sækja bíla að skógum. Þarna tókst okkur að tróða 5 karlmönnum í Willy´sinn sem smá tilfæringum. Ferðið á Skóga gekk heldur tíðindalaust fyrir sig þó skipum við um bíl við Stóru Mörk og fórum yfir í bílinn hans Magga Blö, fær hann hér með þakkir fyrir. Eftir stop við nýju Seljavallalaugina komum við á Stóru Mörk þar beið okkar Hildur konan hans Jónasar ásamt syni þeirra Ísar Frey, sem hefur þann heiður að vara yngsti aðili í ferðum með V.Í.N. Eftir að hafa tæmt dótið og sett í jeppana og komið þeim mæðginum fyrir var lagt í Bása. Það gekk heldur tíðindalaust fyrir sig. Þegar maður kom í tjaldborgina aftur gat maður loks opnað bjór og var hann ljúfur. Svo var setið, étið, drukkinn bjór, grillað og borðað meira. 22:00 var svo haldið á varðeld og kvöldvöku sem leystist svo upp í vitleysu og kemur Bakkus þar eitthvað við sögu. Samt hélvíti gaman. Menn stóðu mislengi á fótunum og fóru missnemma inn í tjald sökum ölvunar. Þó var engin sér til skammar og öðrum til leiðinda.

Vegna vinnu og knattleika þurftu menn að fara í fyrra fallinu til menningarinnar. Toggi fór fyrstur rétt eftir hádegi, hann var farinn þegar ég vaknaði. Næstur var Vignir ásamt Jóhann Hauki. Eftir vorum við Brabrahjónin, Blöndahlssystkynin og Frosti. Vegna veðurblíðu þá vorum við ekkert að flýta okkur þó var af stað farið ca 16:30 með viðkomu í (Blaut)Bolagili að sjálfsögðu, enda var þetta undirbúningsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíár-shátíðarþórsmerkurferð. (Blaut)Bolagilið leit bara vel út. Bekkurinn á sínum stað, ógnargrjótið líka. Verst er að Krossá rennur ennþá á bílastæðinu. Með smá tilfæringum er hægt að slá upp varðeld á eyri einni sem er þarna. Fallprófarnir á kamrinum voru ekki stundaðar í þetta skiptið. Krossá var ekki til vandræða enda ekki mikið í henni. Við byjuðum að fara inn í Langadal og svo Slyppugil áður en við enduðum í (Blaut)Bolagila, enda bara gaman að sulla aðeins. Þó þarf maður ekki að fara í Langadal til að komast í (Blaut)Bolagil heldur er líka slóði og greinilegt hvar vöðin eru. Við enduðum svo ferðina með fá okkur böku á Hvolsvelli þar sem við biðum í klst eftir bökunni.

Að lokum bara að þakka öllum þeim með fóru
Góðar Stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!