laugardagur, nóvember 29, 2003

Núna um kl:18:00 hafði Maggi Brabra samband við fréttadeildina og var með eftirfarandi fréttir úr nýliðaferð.

Þeir voru komnir upp í Setur kl:07:00 í morgunn. Þeir höfðu náð að rífa eitt dekk undir Flubbakrúser. Ef það er hægt að kalla að rífa því það fóru að sögn 4.tappar í rifuna. Veit að Gvandala-Skandala myndi ekki samþykkja þetta sem rifið dekk því fyrir honum er ekki dekk rifið nema það sé farið að nálgast 20.tappa í gatið. Nóg um það. Þeir Flubbafélagar voru ekki þeir einu um að rífa dekk því 6.önnur dekk lágu í valnum eftir daginn. Eins og tímasetningnig á komutíma þeirra gefur til kynna þá var skítafæri. Snjórinn var eins og sykur og þ.a.l. þjappaðist hann illa. Þá gefur fjöldi rifina dekkja það í skyn að ekki sé alltof mikið af snjó á svæðinu. Menn voru í 3-5psi og þegar eitthvert grjótið stóð upp úr þá var eitt dekk sem frelsaði allt sitt loft umsvifalaust. Ekki voru það bara dekk sem lá í valnum þegar í Setur var komið því einu framdrifi var fórnað jeppaguðinum til dyrðar. Þetta var víst framdrif undan einhverjum Landcruiser.

Dag var svo farið í Nautsöldu og komið við í Ólafslaug (héld að ég sé að fara rétt með nafn). Samkvæmt Magga þá var laugin víst þannig að ef maður myndi standa í henni þá myndi vatnið ná upp fyrir tærnar á viðkomandi. Þó hefur það heyrst að afspurn að eitt sinn fyrir langa löngu hafi þrjár manneskjur komist þarna fyrir. Þetta hefur ekki fengið staðfest og er örugglega bara sögusagnir. Á leiðinni til baka í Setur þá fóru Flubbarnir niður um ís á ónefndri á og svo áður langt um leið þá voru milli 5-6. bílar fastir í sömu á fyrir aftan og við hliðina á Flubbakrúserinum. Sem sagt bara gaman. Allt fór þó vel að lokum. Þegar fréttadeildin talaði við Magga var verið að fíra upp í grillinu og átti að fara setja lærin á sem er víst á milli 12-15 og meðlæti fyrir 40.manns.

Að lokum þá vissi Maggi ekki hvaða leið þeir færu heim. Nefndi þó Gljúfurleitarleið en menn voru víst eitthvað efins með árnar á þeirri leið. Þetta mun þó allt fá líklegast staðfest á morgunn.

Fleira er ekki í fréttum. Fréttir munu birtast um leið og þær koma Stebbalings til.
Fréttadeild Jeppasvið Grafarvogi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!