sunnudagur, apríl 27, 2003

Jamm og jæja ætli það sé ekki kominn tími til að drita niður smá bulli og rugli um iðjuleysi og aumingjaskap VÍN-verja hér á netið.
Ætli fyrir valinu verði ekki för frægra og vel-tenntra kappa út á Stapa hans Arnar úr Spaugstofunni þegar sumri var fagnað
á tilhlýðilegan máta þ.e. með öldrykkju (að vísu í litlu magni í þetta skiptið....en trúið mér það verður sko breyting á því seinna
í sumar, það er nánast hægt að treysta á það eins og vikulega för VÍN-verja á Hverfisbarinn um föstudags-og laugardagssíðkvöldum....
......Bogi og Logi plús minnsti stúfu voru t.d.þar meðal celebanna þarna í gærkveldi allslompaðir), uppgreftri og steypuvinnu til að koma
tjaldi niður, hrotum og blautum draumum.
Nú fyrir valinu varð ysti hluti Snæfó, nánar tiltekið geimverumiðstöðin. Vildu menn kanna hvort ekki væri mögulegt að kíkja í heimsókn
hjá vinum okkar úr næsta sólkerfi og fá kaffi og með því. Fimm fjallmyndarlegir en fyrst og síðast menn með ljótar tær ákvaðu að heilsa uppá
hressa fólkið sem vinnur í Hvalfjarðargöngunum (hittreitið í sjálfsmorðum hlýtur að vera allhátt í þessum skúrum þarna undir Akrafjallinu!!!) á miðvikudags-
kveldinu og var stefnt að því að gista á Ígúl Steib og þramma á jökul daginn eftir nánar tiltekið sumardaginn fyrsta. Þetta voru þeir Magnús Jarl af Jöklafoldi
ættaður úr Reyðarkvíslinni þar sem maður að nafni Brabra ræður ríkjum, annar Magnús til og ku hann vera ættaður norðan af Siglufirði, undan Birni sýslumanni (sem bæ þe vei framdi víst síðustu aftökuna....en hverjum er ekki sama), Toggólfur Bryggjuhverfiskóngur með meiru, Jarlaskáldið sjálft...bloggað meir en nokkur annar maður á jarðríki, Maður að nafni Doddi sem hefur unnið sér það til frægðar fyrir utan tjaldútilegu í garði á Agureyrish að vera Flubbi.
Nú eins og aður sagði var þrumað út á nes og tjaldað. Var nú einhver mannfæð að stríða fólki þarna á Snæfó því enginn var á Nesinu þetta góða kvöld og hefðum við geta tjaldað nánast við hann Bárð Snæfellsás því ekkert mannfólkið var þar að finna né kríurnar (bestu vinir Snævars...þeir sem voru 17.júní helgina vita hvað ég er að tala um)
Nú ekki var nú mikið gjört þarna um kvöldið nema tjaldinu var tjaldað í fyrsta skipti þetta sumarið, fyrsti bjór sumarsins var drukkinn og allt saman bara þetta uppá þann góað dag sumardaginn fyrsta. Magnaðar þessar tilviljanir!!!!
Svo var vaknað...sumir á undan öðrum og ákváðu að vekja alla af því að þeim leiddust og fengu þeir bölv, ragn og fingur og voru vinsamlegast beðnir að éta úr rassgatinu á sér og leyfa rest að sofa örlítið lengur. Eftir morgunröfl, messugjörð (eins og Stefán frá Logafoldum segir svo oft), mullersæfingar og mygu (og hvað eru mörg m í því??)var tjöldum komið í þar til gerða posa og hent aftur í skrjóðana, jógúrtið étið og haldið af stað upp Jökulásinn því stefnt var að því að gera snjókalla á jökli. Í millitíðinni nánar tiltekið rétt fyrir ofan Sönghellinn var staðnæmst og sá staður sem undirritaður ákvað að sniðugur væri til þess atarna að vega salt..........á bíl tekinn út og mygið á hann. Eitthvað malarruðningurinn að ybba gogg (eða gogga ybb eins gömlu kallarnir segja stundum) við myguna en þá var brugðið á það gamla og góða húsráð sem Gunnar frá Hlíðarenda (mikið er hlíðin smekkleg og smart og ég fer ekki rassgat) notaði mikið ef einhver var ergja hann, en það er barasta að skíta á viðkomandi. Smella einum heitum hlölla á kvikinidið.....var það og gjört.
Eftir að hafa tekið til í skottinu á malarbinginn var keyrt uppað fyrsta snjóskafli. Bílarnir kannaði.....ekki komust þeir nú langt....nánar tiltekið 24 cm út í snjóinn. Var því brugðið á það ráð að þramma af stað. Menn ýmist á vopnaðir skíðum udnir skankana eða þá á tveimur jafnfljótum berandi skíði og bretti til niðurferðar. Bæ þe vei pokinn hans Toggólfs var örugglega 12-15 kíló....maðurinn er jaxl.Gekk uppferð nánast stóráfllalaust fyrir utan gífurlegan raka sem gerði menn mjög fljót að sveittum svínum í forleik (en svín svitna ekki....alveg er mér sama). Var spjörunum farið að fækka allmikið þegar komið var uppfyrir lyftu. Rétt eftir það var tekinn kröpp beygja til vinstri til að komast ofar á jökulfjandann. Stuttu eftir það orgar nafni minn Brabrason frá Reyðarkvísl jarl af Jöklafoldum....SÓL. "Þetta átti eftir verða góður dagur hugsaði maður með sér"því eins og eftir pöntun höfðu við ferðafélagarnir greinalega verið valdir til að upplifa hið magnaða Snæfellsjökulssymdrom. Það lýsir sér þannig að niður við jökulröndina er skítaveður, þoka og drulla (nær þa jafnvel niður á Ígúl Steib) en þegar komið var uppfyrir 700 m er heiðríkja og nánast óþolandi hiti og sól.....voru aðstæður í gróteskari kantinum þennan fyrsta sumardag. 15 stiga hiti, logn, steikjandi sól alla leið uppá topp. Voru menn berir að ofan og gengu sumir svo langt að smella sér á næriur einar larfa. Þrammað var uppá topp eftir myndatökur, átu á súkkulaði og hneykslan að fleiri hafi ekki komið með. Var það ákveðið að smella símhringingu á skrílinn í bænum á toppnum en eitthvað var Og Vodafone að stríða okkur því ekkert var sambandið......greinilegt að það að styrkja Manure styggir farsímakerfið....það greinilega dyntótt eins og eigendurnir.
Uppi á toppi var þetta hefðbundnar fyrir utan það að ekki var farið á sjálfan tindinn í 1446 m því töluverð klakabrynja var yfir öllu þarna uppi og enginn skaflajárnaður. Húktum við þar fáklæddir í 20 mín og að endingu nenntum við hreinlega ekki að vera þarna lengur. Það eina sem við söknum var Brasilíska kvennastrandblaklandsliðið að taka upp myndaþátt Speedóbikiniauglýsingu eins og blautu draumarnir frá kvöldinu áður höfðu kveðið um.
Nú niður var farið og sá sem þetta talar náði venju samkvæmt að meiða sig (maður er nú ekkert alltof vel gefinn. Slæmur í hnénu en drattast af stað og getur varla stigið í löppina uppi á toppi en reynir samt að skíða. Sú ferð varð engin frægðarför því 50-60 m fyrir neða tind varð ljóst að skíðaiðkun minni alla vega þennan daginn var lokið. Svolítið asnalegt að "skíða"upp en labba niður!!!!!!!
En helvíti var gaman að sjá plebbana félag mína prjámast niður jökulinn (reyndar í hörmungarfæri efst) og var maður æði hreint duglegur við að taka myndir....eigi er nokkuð svo með öllu vont að boði gott og for maður á smá ljósmyndafyllerí)
Niður í bíl var komið 1 klst síðar. Drasli hent inní bíl og af stað. Komið við á vegamótum....mæli með lambasnitsel og eggjaðu afgreiðslukappann til að hafa nóg af kryddsmjöri...ég og félagi Arnór dóum nær úr fitusýrueitrun svo var vel veitt.
Svo var það Borgarnes og ís og svo í bæinn.

Einn af betri túrum í langan tíma og gefur vægast sagt góð fyrirheit fyrir sumarið
Það er komið sumar
sól í heiði skín
vetur burtu farinn
tilveran er hlý


.....og hvað heitir svo lag og höfundur

Góðar stundir

p.s. skoðið myndir hér og slefið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!