þriðjudagur, desember 09, 2003

Af peysum, skíðum og jöklum
Nú á dögunum var að berast til landsins sending af VÍN flíspeysum. Verða peysurnar merktar VÍN og nafni eiganda líkt og við gerðum með 66° norður peysurnar um árið. Peysurnar fást fyrir slikk eða innan við 4.000 kr. stk. eftir að búið verður að merkja þær. Hægt verður að skoða og máta peysurnar hjá Togga annaðkvöld kl. 21.00 auk þess sem pantanir verða teknar. Einnig má leggja fram pöntun í gegnum síma.
Það styttist senn í Ítalíu. Því miður hefur félagi Viffa hætt við Ítalíuferðina að læknisráði eftir að hafa slasast við íþróttir. Vonandi verða ekki fleiri forföll enda engin ástæða til að óttast það. Hópurinn telur því 11 fígúrur. Þeir sem stefna að því að fara og ætla að greiða með kreditkorti vil ég benda á að ætli menn sér að ná í 5% staðgreiðsluafslátt þarf að gera upp ferðina fyrir þann 17. desember nk. Vissara að hafa það allt saman á hreinu.
Nú um liðna helgi skelltu nokkrir VÍN liðar sér í frækna og stórskemmtilega för í Jökulheima og á Vatnajökul. Við fáum væntanlega nánari ferðasögu síðar (það er mikið frá að segja) en þeir sem ekki geta setið á sér geta kíkt á þessar myndir hér sem Runólfur á heiðurinn af.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!