föstudagur, apríl 18, 2014

Sumardagurinn fyrsti



Nú vill það svo skemmtilega til að sumardagurinn fyrsti ber upp á fimmtudag þetta árið. Það er líka skemmtileg tilviljun að sá dagur er einmitt núna n.k fimmtudag. Sú umræða hefur aðeins skotið upp kollinum innan hópsins að vekja upp þá hefð að taka á móti sumri á sjálfum Snæfellsjökli. Skinna þar upp á skíðum og renna sér síðan aftur niður (jafn tilgangslaust og það er þá mikið fjandi er það skemmtilegt).
Nú er þeirri hugmynd hér með varpað fram að halda ve(r)stur á Snæfellsnes komandi Þórsdag, nú eða Óðinsdag og þá tjalda, síðan halda á Jökulinn á fimmtudag. Gaman væri að heyra hvort stemning sé fyrir þessari gömlu hefð hjá mannskapnum

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!