miðvikudagur, apríl 09, 2014

Fjórtandi í skráningu 2014

Nú senn styttist í það að Jarlaskáldið opni framsóknarpáskaeggið sitt, spikspenntur eftir því hvaða málsháttur Sigmundur Davíð muni færa honum. En það er utan efnis.
Þetta er víst vikan fyrir dymbilviku, hvað svo sem það þýðir. En auðvitað aftrar slíkt ekkert oss fyrir því að halda áfram undirbúningi og eftirliti fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Þeirri tuttugustu í röðinni og nítjánda árið í röð. Sæmilegt það. Nennum ekkert að teygja lopann meira og komum okkur að máli málanna þessa vikuna

Merkurstrumpar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Merkurkerrur:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Svo sem ekki mikið að gjörast en við öndum ennþá með nefinu. Með auknu sólarljósi og fuglasöngi þá kemur þetta

Kv
Skráningardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!