sunnudagur, apríl 20, 2014

Páskadagsmorgun



Nú í dag var víst páskadagur og til að friða samvizkuna fyrir páskaeggjaátið var skundað upp á bæjarfjall þeirra Gaflaramanna. Svona á milli élja. Ekki var nú fjölmenni í þessari upprisugöngu eða bara tvímennt enda svo sem ekkert auglýst sérstaklega. Ágætis rölt svo sem þó svo að ekkert nýtt hafi verið á ferðinni eða frumlegt svo sem.
Kannski kemur ekkert á óvart að myndavél var með í för og geta áhugasamir skoðað myndir dagsins hjer

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!