mánudagur, apríl 28, 2014

Háskólabrú Keilis



Sökum blíðviðris sem var í gær messudag og vegna hve Skotta vaknaði á frekar ókristnilegum tíma á þessum messudag var kýlt á það að skella oss á Keilir á Reykjanesskaga. Líka að nýta það að vera burðarstólinn þeirra Magga og Elínar í láni.Þökkum við þeim kærlega fyrir það lán En hvað um það. Það var svo bara litla fjölskyldan á H38 sem fór í heilzubótargöngu þennan morguninn en hún samanstendur af:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist.

Skemmst er frá því að segja að allir toppuðu og var Skotta hin glaðasta alla leið upp og niður á bakinu á þeirri gömlu. Þrátt fyrir að gangan að Keili sé ekki sú skemmtilegasta þá er gangan upp á sjálfan Keili prýðileg og útsýnið þaðan stórfínt þegar á toppinn er komið í góðu skyggni. En eftir að hafa kvittað fyrir sig og smellt af nokkrum myndum var bara tölt sama leið til baka að bílnum. En alla vega hin prýðilegasta messudagsganga í sérdeilis prýðilegu vorblíðu.
Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir frá röltinu hér

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!