mánudagur, apríl 14, 2014

Senn koma páskar



Það segja víst spekingar að nú sé runninn upp dymbilvika. Sem táknar bara að páskarnir 2014 er rétt handan við hornið. Litli Stebbalingurinn er bara forvitinn hvort fólk hafi einhver plön en amk er kauði að vinna kveldvaktir miðvikudag sem og skírdag því varla til mikilla stórræðna en þó til í eitthvað á skírdag. T.d skinna upp Skálafell, skíði í Bláfjöllum eða bara hjólheztatúr t.d um Heiðmörk eða bara hringur um borgina. Svo má skoða eitthvað annað og meira flöskudaginn langa og laugardag. En alla vega þá væri gaman að heyra frá fólki um hvort það ætli að leggja land undir fót eða bara halda sig í borg óttans.

1 ummæli:

  1. við erum til í þetta allt, verð líklega í bænum alla daga nema laugardag.

    Kv. Hólmvað.

    SvaraEyða

Talið!