mánudagur, apríl 07, 2014

Í Tindafjöllum



Nú um rétt liðna helgi var FBSR í Tindfjöllum með kjúklingana í B1. Þar voru á ferðinni líka V.Í.N.-verjar bæði gildir limir og síðan nokkrir góðkunningjar. En það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Benfield
Björninn
Brekku-Billi

Svo var þarna líka kauði einn sem heitir Birgir og okkur að góðu kunnur frá fyrstu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð á því herrans ári 1995. Líka var þarna Norður Þingeyingur og það meira að segja Keldhverfingur. Toppmaður þar á ferðinni. Svo einn inngenginn til viðbótar. Kannski rétt að geta þess að svo fylgdu með 10 kjúklingar úr B1

Tilgangur ferðar þessar var tvíþættur. Annars sem nillaferð og þar sem Ýmir og Ýma voru okkur æðsta takmark. Svo var líka að prufa nýja Fjarkann þ.e Togaýta Hrælúx fiskkassabíll sem Flubbarnir voru að taka í notkun. Þess má nú líka geta að sá stóð sig með prýði alveg stóðst væntingar held að megi segja

Þetta var allt svo sem frekar sígild. Nillunum hent út í Fljótshlíð og sagt að lappa upp í Tindfjallasel á flöskudagskveldinu. Við fórum síðan á bifreiðum uppeftir og gekk það prýðilega þrátt fyrir smá krapa á leiðinni en það herðir mann bara. Síðan var bara tjaldað fyrir utan skálann og beðið eftir að hóparnir skiliðu sér á punktinn

Á laugardag var stefnan tekinn á jökulinn, Litli Stebbalingurinn og Eldri Bróðirinn (ásamt norður þingeyingnum) voru á fjallaskíðum. Skemmst er frá því að segja að ekki tókst að toppa, ekki einu sinni nálægt því, bæði vegna veðurs og annara þátta.
En það var bara gjört gott úr því og farið á Haka með hluta af hópnum og síðan renndu við skíðamennirnir okkur frá Haka að Ísalpaskálanum. Þar létum við hópinn búa um einn í börur og koma honum niður í Sel.
Þegar við komum þangað, á skíðum, var ekki fögur sjón sem blasti við. Eða öllu heldur ekki við. Það hafði bráðnað það mikið af snjó að tjaldið hjá Eldri Bróðirnum var fokið út á hafsauga. Þrátt fyrir leit á bólaði ekkert á því né svefnpokunum okkar, dýnunum og bakpokanum hjá Litla Stebbalingnum. Góð ráð dýr og ekki gott mót. En þá var bara að gjöra plan b. Með í för var Ford Econoline V10 með fýringu og bauðst eigandi þessa bíls að hýsa þá seinheppnu. Eftir eðal nautalundir frá Skrattanum tóku menn aðeins að hressast. Síðan þegar kjúllarnir voru lagðir til rekkju fórum við hinum megin við hæðina og grófum þar tvo poka fyrir snjóflóðaæfingu sem var síðan næzta morgun. Svo var bara farið um borð í Henrý og haldið í draumaheima.

Ræs var svo fyrir 0600 á messudagsmorgni og liðið rifið á fætur í snjóflóðaæfingu. Það hafist allt saman og báðir skíðamennirnir fundust þrátt fyrir að annar þeirra hafi ekki verið með ýli. Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar átti bara að halda niður á við. Nillarnir fengu það verkefni að koma okkur niður án þess að blotna í fæturnar en það táknaði að ekki var hægt að fara styðstu leið heldur þurfti að fylgja landslaginu og halda sér á melum og forðast lægðir. Óhætt er að segja að þetta hafi tekist aldeilis prýðilega. Þegar komið var niður að Fljótsdal var blásið til keppni. Auðvitað hin klassíska tjaldkeppni ásamt því að sjóða líter af vatni. En þetta er alltaf jafn gaman að efna til og fylgjast með. Björgunarfélag Hafnarfjarðar heilzaði aðeins upp á okkur en þeir Gaflarar voru að koma úr Þórsmörk með viðkomu í Landmannalaugum. Eftir að hafa kvatt þau var bara haldið heima á leið. En þá vildi ekki betur til en að síðasti bíl þeirra Hafnfirðingu ,,lenti" í því að keyra út af og þurfti að sinna þeim sjúklingum sem voru í bílnum. Sum sé létt fyrstu hjálparæfing. Eftir þetta lá leiðin bara í borg óttans með loftstoppi á Hlíðarenda.

En þá er komið að rúsninunni í pulsuendanum. Ef einhver nennir að skoða myndir frá helginni má gjöra það hjer


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!