sunnudagur, apríl 27, 2014

Komdu fagnandi sumar



Nú síðasta fimmtudag var víst sumardagurinn fyrsti, amk skv gamali íslensku tímatali. Sá forni siður var endurvakin hjá V.Í.N-liðum að skunda á Snæfellsjökull til að taka á móti sumri. Amk var það ætlunin og hér kemur sagan að því

Fimmtudagkveld eitt í aprílmánuði ákváðu 6 sálir að reyna komast á Snæfellsjökull á sumardeginum fyrsta og það voru:

Stebbi Twist
Stoney
Eldri Bróðirinn
VJ
Maggi Móses
Jarlaskáldið

Sáu svo Svaka-Súkkí og Litli Kóreustrákurinn um að koma oss á staðinn. Fyrsta stopp var í Borgarnesi á Stöðinni þar til næra bæði menn og bíla. Eftir að allir voru orðnir mettir var haldið á Snæfellsnes. Fyrsta stopp var gjört við Lýsuhóll til að kanna þar laugar sem voru bara kaldar og því engin ástæða til að dvelja þar mikið lengur. Næzt voru aðstæður við Arnarstapa kannaðar en þar blasti bara við okkur keðja sem lokaði tjaldstæðinu svo það svæði var bara yfirgefið. Haldið var því sem leið lá að Dagverðará, þar sem ætlunin var labba upp frá. Þar fundum ansi prýðilega flöt þar sem við skelltum upp 3, já 3, tjöldum. Sum sé tvímenntum í hvert tjald. Heimur verznandi fer. Þar sem við tjölduðum innan þjóðgarðsins og það er víst bannað þá bið ég fólk um að hafa ekkert hátt um það. Bara svona okkar á milli. Eftir að menn luku við að reisa seglskýli sín settumst við inní fortjaldið hjá Eldri Bróðirnum með öl í hönd og spjölluðum þar um heima og geyma meðan við hlustuðum á rigninguna lenda á tjaldinu. Svo var bara farið að sofa.

Þegar vaknað var að morgni sumardagsins fyrsta var bara rigning úti. Eða eins og Eldri Bróðirinn orðaði það svo skemmtilega ,,Afhverju er 17.júní veður á sumardaginn fyrsta???". Ekki voru menn spenntir fyrir því að halda á jökulinn með þessa rigningu og því afráðið að pakka saman og kíkja á aðstæður á norðanverðu nesinu. Steinar benti okkur á það að örugglega gætum við fundið brekkur í Kolgrafarfirði eða Bjarnarhafnarfjalli. Við enduðum svo í botni Kolgrafarfjarðar þar sem við fundum hina prýðilegustu brekku til að skinna upp. Er við komum á stall einn í tæplega 430m hæð, svona rétt fyrir neðan þokuna. Rifum þar skinin undan og rendum oss niður. Færið var reyndar ekkert til hrópa húrra fyrir en gaman engu að síður.
Eftir skíðun gjörðum við heiðalega tilraun til að komst í sund í Grundarfirði en bæjarbúar vildu ekki viðskipti okkar með því að hafa lokað. Því var ekið til Borgarnes þar sem sundlaugin var heimsótt og skíðasvitinn þvegin þar af. Sundlaugin i Borgarnesi er ætíð sérdeilis aldeilis prýðileg og rennibrautin þar fínasta skemmtun. Eftir sundið kvöddust menn og þökkuðu þar fyrir góðan dag.

Sé vilji fyrir hendi má skoða myndir frá deginum hérna

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!