laugardagur, janúar 25, 2014

Kongó: Fyrsti áfangi



Það var nú loks þann 14.jan s.l sem Litli Stebbalingurinn lagði af stað í smá heimsreisu á Fokker 50.
En þannig var mál með ávexti að nú síðasta haust seldi Flugfélagið eina af sínum Fokker vélum til Afríkuríkins Austur-Kongó og fékk Stebbalingurinn það hlutverk að fylgja Oddinum sem flugvirki niður eftir og flugmennirnir sem fylgdu Oddinum líka voru þeir Guðjón Halldór og Nökkvi Sveins. Reyndar átti að fara þann 14.des en af hinum ýmsu ástæðum þá frestaðist förin fram í miðjan jan. En nú á að reyna segja ferðasöguna af þessari vinnuferð og láta einhverjar myndir fylgja með.

Sum þriðjudaginn 14.jan var tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli kl:0800 og var fyrsti leggurinn til Bournemouth á Englandi. Þrátt fyrir 4 tíma flugferð var þetta fínasta ferð þarna niðureftir og gaman að því að sjá Liverpool svo ská úr lofti. Líka komst maður að því að það er snjór í Skosku hálöndunum. Gaman að það. En í Bretaveldi var gjörður stuttur stanz og eftir eldsneytisáfyllingu  og kaffi var farið aftur í loftið og nú með stefnuna á Casablanca. Þá er ekki verið að tala um skemmtistaðinn sem var við Skúlagötu.
Á leið okkar yfir Frankaríki og Spán var ekkert að sjá nema ský og okkur fannst það spaugilegt að bezta veðrið í Evrópu skyldi vera á Englandi. Síðan líka hrokkann í Frökkum að babbla bara á frönku í radíóinu.
Sem betur fer þá fengum við útsýni yfir græna akra Marrakó og var frekar heit þegar við lentum í Casablanca en hitin átti svo bara eftir hækka eftir því sem sunnar dró.
Í Casablanca beið okkar fyrirmyndarþjónusta og við drífum bara í því að tanka svona ca 3 tonn og gjöra daily Check en m.a voru þessi tvö verk það sem Litli Stebbalingurinn þurfti að sjá um á leiðinni. Svo tók bara við að koma sér inní landið og upp á hótel.

En langi einhverjum að skoða þá eru myndir frá deginum hér

2 ummæli:

  1. snilld að setja austur kongó á stað sem Stebbi hefur mætt á.

    SvaraEyða
  2. Já, já á slóðum Tinna í Kongó

    SvaraEyða

Talið!