sunnudagur, janúar 05, 2014

Helgafell á þrettandanum



Magnús frá Þverbrekku vildi ólmur hefja nýja árið með stæl og halda til fjalla. Þar sem sannfæringarmáttur Dr.Phil er gríðarlega mikill þá lét Litli Stebbalingurinn tilleiðast. Eftir dulítið skrafs og ráðagjörðir var ákveðið að halda á Fellið helga. Byrja þetta svona á rólegu nótunum. Það var svo í birtingu fyrsta sunnudag á þessu ári sem haldið var upp til fjalla. Bara eins og jólasveinarnir. Skemmst er frá því að segja að báðir komust upp á topp (geztabókin ætti að geta sannað það) og það sem meira er niður aftur.
Hressandi rölt og vonandi vísir á það sem koma skál á þessu ári. Amk eru uppi hugmyndir hjá þessum tveim að hafa óformlega V.Í.N.-rækt fram á vorið. Engin ákveðin dagskrá og allt líklegast ákveðið með stuttum fyrirvara og ekkert allar helgar eða neitt slíkt. Svo er bara að bíða og sjá hvernig þetta gengur. Það verður auðvitað reynt að tilkynna allt svona hér á V.Í.N.-síðunni
En að öðru. Ef fólk er forvitið má sjá myndir frá förinni hér

2 ummæli:

  1. Nafnlaus8:01 e.h.

    skrái mig hér með á lista hinnar miklu fyrstuhelgaríjúlí2014útilegu í Básum ... ásamt Skottu Twist.

    Krunka Twist

    SvaraEyða
  2. Þið mæðgur eruð þá komin á listann góða

    Kv
    Skráningardeildin

    SvaraEyða

Talið!