sunnudagur, janúar 19, 2014

Annar í skráningu 2014

Eins og glöggir lesendur V.Í.N.-síðunnar þá var enginn listi birtur síðasta miðvikudag. Það skal tekið fram að hann var ekki birtur útaf leti einni saman. Nei heldur var skráarritari bara staddur í Accra í Ghana síðasta miðvikudag á leiðinni til Austur Kongó í stuttri safariferð. Sjálfsagt verður nánar komið að því ferðalagi hér á síðum lýðnetisins síðar.

Vindum okkur þá bara í mál málanna fyrir síðustu viku og er þar auðvitað verið að tala um listann góða þann annan í röðinni þetta árið.
Skráning fór bara vel af stað þetta árið en eins og venja er þá er komin smá deyfð en ekki hafa áhyggjur.

Persónur:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Fjórhjóladrifstæki:

Willy
Litli Kóreustrákurinn


Þá er það komið og svo bara aftur á miðvikudag

Góðar stundir
Skráningardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!