mánudagur, janúar 06, 2014

Skráning er hafin

Nú skeit skráningardeildin heldur betur í rjómann. Á mörgum stöðum myndi slíkt kalla á afsagnir nemdarmeðlima en auðvitað ekkert slíkt hjá V.Í.N. Hér geta menn endalaust skitið í rjómann og allir eru sáttir.
En hvað um það. Nú komum við okkur bara að máli málana sem er auðvitað skráning fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014. Já, börnin mín það styttist í gleðina þetta árið og nú skal hrækt í lófana og gerum gott úr þessu með því að vinsamlegast fjölmennið. Sum sé skráning er formlega hafin og mun fyrsti listinn verða birtur komandi Óðinsdag.

Kv
Skráningardeildin

E.s Þættinum var að berast bréf þar sem Krunka var að skrá sig ásamt Skottu Twist. Það er ljóst að hér að allt að gjörast og klukkan er

4 ummæli:

 1. Fyrst að báðir kvenmennirnir á H38 eru búnar að koma sér á listann þá getur karlmaðurinn á heimilinu ekki verið minni maður. Formlega skrái ég hér með Stebba Twist og við skulum líka hafa Willy með. Hann á það inni að fá smá klapp nú á vormisseri og svo sannarlega skilið að fara inneftir. Veit hann er farinn að sakna þess

  Kv
  Stebbi og Willy (sem bíður spikspenntur að komast í Goðaland og vonandi verður það sem fyrst)

  SvaraEyða
 2. Skrái mig hér með í gleðina og látum Litla Kóreustrákinn vera með.

  Eldri Bróðirinn

  Ps, ef Willy fær að koma með fer hann þá nokkur til baka?

  SvaraEyða
 3. Eldri Bróðirinn kominn á lista sem og Litli Kóreustrákurinn

  Kv
  Skráningardeildin

  SvaraEyða
 4. Maður veit ekki með hann Willy. Hann hefur nú gjört tvær tilraunir til þess að fá að vera eftir í Goðalandi. Það var bara fyrir þrjósk eigandans sem hann var bókstaflega dreginn í bæinn í öðru þessara tilvika

  Kv
  Stebbi og Willy (sem líður hvergi betur en í Goðalandi og Þórsmörk)

  SvaraEyða

Talið!