fimmtudagur, janúar 02, 2014

Áframhaldandi áramótaheit

Magnús frá Þverbrekku ætlaði sér víst að skilja eftir skilaboð á dyrinni hér á ferzlunni fyrir neðan. En eitthvað var tæknin að stríða kauða svo Hr.Blogger neitaði að leyfa drengnum að tjá sig í skilaboðaskjóðunni. En pilturinn bað Litla Stebbalinginn að koma eftirfarnadi skilaboðum. Þar sem Tuddi Tuð er drengur góður þá verðum við auðvitað að ósk hanz.

,,Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis! Fínar hugmyndir Staffan, en má ég koma með spurningu eða tvær. Er ekki óþarf að bíða eftir sumri til að fara hreyfa okkur? Getum við ekki smellt Vínræktinni á strax? Getum við ekki farið að hamast á hóli í vetur? Er það ekki hipp og kúl að fara á eitt fjall í viku eða á mánuði? Eigum við ekki að vera hipsterar og fara á eitt fjall á tveggja vikna fresti (svo við hermum ekki eftir ferðafélögunum)? mbk Blöndahl"


Það verður barasta að segjast að þetta eru hinar fínustu tillögur hjá kauða. Upp er komin sú hugmynd að notfæra sér komandi messudag til fitubrennslu. Spurningin brennur hvort það verði Skálafell og þá með skinn undir skíðum eða bara hið sígilda Helgafell ofan hins hýra Hafnarfjörðs. Bíðum bara spenntir eftir hver þróunin verður næztu daga

Kv
Áramótanemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!