mánudagur, janúar 27, 2014

Kongó: Ferðalagið heldur áframMiðvikudagsmorgun rann upp og maður mæti í morgunmat í Casablanca, þar sem það var í boði þá fékk maður sé að sjálfsögðu egg og beikon. Síðan lá bara leiðin út á völl og maður opnaði vélina og gjörði það sem maður þurfti að gjöra. Ekki leið á löngu uns við fengum kaffi og þá var ekkert að vanbúnaði að skella sér í loftið og okkur beið lengsti leggur ferðarinnar, niður til Bamako í Malí. Á leiðinni úr lofthelgi Marokkó sá maður þar eru flott fjöll sem alveg mætti skoða nánar. En hinum megin fjallanna birtist sjálf Sahara. Það var áhugaverðara að fljúga yfir eyðimörkina en maður reiknaði með. Margt áhugavert sem við sáum úr lofti þorp, bæir og eitthvað sem maður kann ekki að skýra út.
Við komum svo til Bamako og þar var heitt en þurrt. Þar var áhugavert að koma. Fullt af áhugaverðum flugvélum þarna merktar UN og svo gekk allt þarna á Afrískumtíma og ýmislegt reynt til kreista út úr okkur dollara en fengu bara harðfisk í staðinn. En allavega tókst að sannfæra tankerinn að fylla loftfarið og hægt að leggja í styðsta legginn til Accra í Ghana. Við komum svo til Ghana rétt í ljósaskiptunum og maður opnaði hurðina þá...úff hvað var rakt og heitt. Þarna stóð maður og svitnaði meira en á Florida á sínum tíma. Ennig átti sér líka þarna rangur misskilningur og við þurftum að færa vélina af fuel point yfir á hlað því það átti að over nighta þarna. Ekki reyndist svo mikið mál að komast inní landið því það var bókstaflega labbað inn.
Þegar átti svo að skutla okkur upp á hótel bað bílstjórinn okkur að hinkra aðeins því hann þurfti skyndilega að hitta vin sín. Það tæki enga stund, en auðvitað er ekkert sem tekur enga stund. En meðan við biðum pollrólegir gekk einhver kauði fyrir framan strumpastrætóinn, sem átti að koma okkur upp á hótel, rúllaði þar út teppi, snéri sér að Mekka og hóf bara bænir eins og ekkert væri. Gaman að því.
Þegar við komum upp á hótel var eitthvað vapor lock með herbergi handa Litla Stebbalingnum en það reddaðist. ,,You´ll get a bigger room, sir" var sagt við mig. Þegar ég kom svo upp á fimmtu hæð hófst leitin að herbergi 510. Gekk inn ganginn en fann ekki herbergið en fór svo aðeins lengra inn og þar var það. Þegar maður opnaði svo hurðina þá.. segi bara rómantíska svítan hvað. Þetta var ,,herbergi" sem var stærra en íbúðin mín og svefnherbergið var stærra en gamla íbúðin í Frostafold. Síðan beið manns bara matur og hvíld fyrir síðasta daginn í Afríku í bili amk

Nenni einhver má sjá myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!