miðvikudagur, janúar 01, 2014

ÁramótaheitGleðilegt ár öll sömul.

Það er vel við hæfi nú á nýju ári að viðra upp hugmyndir með þetta árið. Amk langar Litla Stebbalingnum að reyna hefja Vinafélag íslenskrar náttúru. aftur upp til fyrri vegs og virðingar. Nokkrar hugmyndir liggja í loftinu bæði að gömlum meið og kannski einhverjar nýjar. Svo auðvitað detti fólki eitthvað í hug er um að gjöra að skella þeim fram
Ef maður verður í stuði er aldrei að vita nema V.Í.N.-ræktin verði endurvakin komandi sumar (svona ef það verður eitthvað sumar). Svo er annað, nú eru sumir innan þessa félagsskap miklir hlaupagikkir og segir svo almannarómur að fleiri hyggi á landvinninga í þeim geira. Nú á sumrin eru almenningshlaup allar helgar einhverstaðar á landinu og því mætti alveg blása til útilegu í nágrenni þar sem einhverjir kynnu að spretta úr spori. Kemur fyrst upp í hugann Gullspretturinn á Laugarvatni og hlaupahátíðin fyrir vestan svo dæmi sé tekið. Svo mætti taka hjólaferð fyrir þá sem hafa gaman að því. Kannski hjóla Leggjabrjót og hittast svo í Hvalfirði með tjöld og grill. Svo auðvitað bara almennar útilegur með engan sérstakan tilgang annan en að hafa gaman með vinum og fólki. En þetta þarf ekki allt saman að vera einhverjar útilegur og action því líka væri gaman að hittast einn góðviðrisdag t.d í  Heiðmörk, Guðmundarlundi eða bara í einhverjum heimagarði og grilla þar saman sem (grilla aðeins í liðinu því maður er svo steiktur)
Líka væri gaman að gildir limir myndu segja frá ferðum sínum hvort sem það er bústaðarferð eða bara kveldstund í Bláfjöllum hér á lýðnetinu. Alltaf gaman að því að heyra af því þegar fólk er á ferðinni og aldrei að vita nema það gefi manni hugmyndir um áhugaverða staði og gjörninga.
Svo er líka uppi hugmynd með fara í sumartúr. Það er allt saman á hugmyndastiginu ennþá en gaman væri að fara eitthvað í ca 4-10 daga sumartúr. Síðan er bara að bíða og sjá hvað árið 2014 ber með sér en hvað sem það verður þá verður það bara gott.

Góðar stundir gott fólk

3 ummæli:

 1. Hrikalega líst mér vel á þessa hugmynd að fara í útilegur þar sem einhver almenningshlaup eru í gangi. Kannski maður fari að dusta rykið af hlaupaskónum :-)
  HT

  SvaraEyða
 2. Þú ert nú meiri meistarinn.

  SvaraEyða
 3. Takk fyrir það.
  Þetta er ekkert meitlað í stein og endileg bið ég fólk að hafa skoðanir á þessu öllu.

  Helga við stefnum bara á góðan stað í sumar þar sem eitthvað hlaup er í gangi og gjörum verulega gott úr því. Snæfellsjökulshlaupið kannski þá gæti hjólað smá /hring þar í leiðinni

  SvaraEyða

Talið!