þriðjudagur, apríl 03, 2012

Upprisunni fagnaðEins og allir eiga að vita þá opnar maður páskaegg svona.
Mér leikur bara forvitni á einu. Hvort fólk ætlar að fagna páskum með páskaeggjaátti annarsstaðar en í borg óttans. Við hjónaleysin stefnum norður í Skagafjörð á flöskudaginn langa og vera þar eina nótt. Vonandi að maður nái einum degi á skíðum í Tindastóll. Svo er ætlunin að halda áfram austar í norðurlandsfjóðungi og jafnvel að renna sér í Hlíðarfjalli og e.t.v á Sigló líka. Svolítið endurtekning frá páskunum í fyrra en hvað um það. Það væri gaman að vita ef fleiri V.Í.N.-verjar ætla að herja á norðurlandið um næztu helgi og sömuleiðis ef fólk hefur eitthvað allt annað í huga þá væri gama að heyra af því

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!