sunnudagur, apríl 22, 2012

E-15

Nú síðasta laugardag fór Litli Stebbalingurinn ásamt Spúzzu sinni upp á Eyjafjallajökull með FBSR, sem innihélt líka nokkra góðkunningja V.Í.N. En þarna voru á ferðinni:

 Stebbi Twist
 Krunka

Góðkunningar:

Matti Skratti
Eyþór
Benfield

 Svo var Eldri Bróðirinn á Skógum og síðan með B1 á Sólheimajökli.

En skemmst er frá því að segja að undirritaður tókst að toppa Eyjafjallajökull í tilraun nr:2 og hefur því fáninn góði bætt við enn einum toppnum. Hópnum tókst næztum því að vera á undan veðrinu, enda lagt af stað kl:0600 á laugardagsmorgninum, en þegar við toppuðum var eins og við manninn mælt og skýin tóku að lækka sig. En samt er nú tæpast hægt að kvarta undan veðrinu. Ferðin endaði svo á því að maður laugaði sig í Seljavallalaug, enda vel við hæfi á laugardagi, en vonbrigði ferðarinnar voru að í Seljavallarlaug reyndust engar lesbíur vera eins og myndbandinu góða. Svo að lokum þá má skoða myndir hér