fimmtudagur, apríl 19, 2012

Sumarið er komið á ný

Rétt eins og var getið hér þá var sú hugmynd uppi að breyta til þetta árið á sumardaginn fyrsta og skunda á Vestursúlu og skíða svo niður. Skemmst er frá því að segja að þetta hafist í stórum dráttum í þvílíkri sumarblíðu. En það voru fjögur frækin sem lögðu í leiðangur að morgni sumardagsins fyrsta.

Stebbi Twist
 Krunka
Eldri Bróðirinn
Yngri Bróðirinn

 Það var nú minna um snjó en vonir stóðu til og því var bara skundað með skíðin á bakinu mezt alla leiðina á toppinn. Þegar komið var í snjóinn var, vægt til orða, ansi hart uppi og gekk svona misvel að skinna upp. Sá Eldri tók reyndar fast trak en slapp með skrámur og órifnar brækur. Við hin þrjú heldum aðeins áfram og að lokum voru bara við hjónaleysin sem toppuðum Vestursúlu. Síðan rennduðum við okkur niður til bræðrana en Halldór hafi komið sér niður til þess Eldri skömmu áður. Síðan hófst bara skíðun niður. Færið var mjög hart og hélst eiginlega þannig mezt alla leiðina niður en þó í restina var það orðið vel ásættanlegt. En allavega hin fínasta ferð og virkilega gaman að því fá aftur alvöru V.Í.N.-ferð og vonandi fer þeim bara fjölgandi aftur. En fyrir áhugasama má skoða myndir hér

Kv
Skíðadeildin